Vöruflokkar

Trendnet uppsetning á TEW-737HRE Repeater

Trendnet Repeater er notaður til að áframsenda þráðlaust netmerki án þess að snúra sé á milli. Athugið að skilyrði góðrar áframsendingar er að netsamband sé sem best þar sem að Repeater er staðsettur.

Búnaður er tengdur við rafmagnsinnstungu. Kveikt er á búnaði með að færa hak undir honum á On. Sjálfvirk grunnuppsetning getur tekið nokkrar mínútur en ljós blikkar rautt meðan á uppsetningu stendur en ljósblátt þegar búnaður er tilbúinn.

Mælt er með að staðsetja búnað við hlið beinis á meðan uppsetningu stendur til að tryggja að repeater nái fullu sambandi við beini og uppsetning gangi eðlilega fyrir sig. 

Ef beinir er með WPS stuðning er hægt að smella á WPS takka á Repeater og halda honum síðan inni í 5 sekúndur á beini.

Ef WPS stuðningur er ekki til staðar mælum við með að tengja netsnúru úr búnaði í tölvu en einnig er hægt að tengjast þráðlaust með því að finna TRENDnet737 í Wifi uppsetningu tölvu.

Slegið er síðan inn í vafra heiti tækisins með http:// fyrir framan. http://tew-737hre

Einnig er hægt að slá beint inn IP tölu búnaðar. http://192.168.10.100

Við fyrstu innskráningu er slegið inn undir User name: admin og undir Password: admin og smellt síðan á Login.

Eftir fyrstu innskráningu er valið nýtt lykilorð inná búnað en það er notað ef stilla á búnað aftur síðar.

Nýtt lykilorð tvíslegið inn í reitina New Password og Confirm Password.

Athugið að ef fleiri en eitt eintak af sama búnaði er á neti þarf að velja nýtt nafn undir Host Name.

Smellt er á Apply.

Athugið að beinir mun endurræsa og getur það tekið nokkrar mínútur. Ef tengst er við hann þráðlaust þarf að endurtengja í flestum stýrikerfum eftir að endurræsingu er lokið.

Að endurræsingu lokinni er skráð sig aftur inná búnað eins og í fyrri skrefum og smellt á Wi-Fi Setting í hliðarstiku.

Hér er smellt á Site Survey.

Nú leitar búnaður að þráðlausi neti en það tekur nokkrar sekúndur.

Hér er router valinn með að smella á hringinn sem við á undir Select. Smellt er síðan á Connect.

Ef Authentication Type er ennþá sett á Disable þarf að velja WPA/WPA2-Personal.

Lykilorð inná þráðlaust net, sem í flestum tilfellum er merkt á router, er tvíslegið inn undir Passphrase og Confirm Passphrase.

Smellt er á Apply og mun búnaður endurræsa sér á ný. Ljós á búnaði blikkar bæði rautt og blátt en eftir að uppsetningu er lokið verður ljósið stöðugt grænt.

Nú er búnaður tilbúinn til notkunar og byrjaður að virka sem skyldi. Nú er hægt að koma honum fyrir í húsinu þar sem hans er þörf.

Gott er að nota fartölvu eða snjallsíma til þess að taka út hvar netsamband er ennþá nægt til að búnaður virki sem best.

Spennandi október

Októbertilboð

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011