Vöruflokkar

Seagate Gagnabjörgun

 

Tölvutek býður uppá gagnabjörgun á öllum geymslumiðlum eins og hörðum diskum, SSD diskum, USB lyklum og minniskortum í samstarfi við Seagate sem er einn stærsti framleiðandi á hörðum diskum í heiminum.
 
Slík gagnabjörgun á við þegar geymslumiðill kemur alls ekki fram og/eða vélbúnaður geymslumiðilsins er í ólagi og þörf er á því að opna miðilinn og skipta um varahluti í honum til þess að hægt sé að nálgast gögn. 
 
Slík þjónusta fer fram á sérútbúnu verkstæði Seagate af reyndum gagnabjörgunar sérfræðingum í sérætluðu rykfríu rými. 
 
Fast gjald er á gagnabjörgun af stökum geymslumiðil sem fer í þetta ferli og skiptist það í 2 verðflokka:
 
  • Gagnabjörgun þar sem gögn eru afhent á geymslumiðli sem viðskiptavinur kemur sjálfur með (geymslumiðillinn þarf að vera í góðu ástandi og gögn eru aldrei afhent á þeim geymslumiðli sem á að fara í gagnabjörgun) og kostar sú þjónusta 139.990kr m/vsk.
  • Gagnabjörgun þar sem gögn eru afhent á nýjum 4TB flakkara frá Seagate og kostar sú þjónusta 149.990kr m/vsk.
  • Þessa þjónustu þarf alltaf að fyrirframgreiða áður en að búnaðurinn er settur í þetta ferli, ef gagnabjörgun ber ekki árangur fæst gjald vegna gagnabjörgunar endurgreitt að fráskildu 10.990kr greiningargjaldi sem greiða þarf til Seagate vegna tilraunar til gagnabjörgunar
 
Athugið að í öllum tilfellum er geymslumiðil sem fer í gagnabjörgun fargað hjá Seagate, nema sérstaklega sé beðið um að fá bilaðan geymslumiðil aftur til baka. Í þeim tilfellum sem geymslumiðill er í hýsingu (flakkaraboxi) þá er hýsingunni alltaf fargað. 
 
Tölvutek býður einnig uppá einfalda gagnabjörgun í þeim tilfellum sem ekki þarf að lagfæra vélbúnað áður en hægt er að framkvæma gagnabjörgun í Mörkinni 3 og Undirhlíð 2 , upphafsgjald á slíkri gagnabjörgun er 9.990kr m/vsk og við tekur svo tímagjald verkstæðis.
 
Allar spurningar varðandi gagnabjörgunar þjónustu skulu berast á netfangið verk@tolvutek.is 

 

Páskafjör

Skráðu þig í dag

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Virkir Dagar: 10:00 - 18:00 

Laugardagur: 11:00 - 16:00  

 

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011