Vöruflokkar

Meðferð persónuupplýsinga

 

Hér að neðan er samantekt á því hvernig Tölvutek safnar og vinnur með öðrum hætti persónuupplýsingar þeirra einstaklinga sem skoða eða versla í netverslun Tölvutek .

 

Meðferð persónuupplýsinga

Hjá Tölvutek er lögð rík áhersla á verndun og öryggi persónuupplýsinga. Þessi samantekt hefur það að markmiði að gera grein fyrir því hvernig Tölvutek safnar og vinnur með öðrum hætti persónuupplýsingar þegar félagið hefur stöðu ábyrgðaraðila.

 

Tölvutek er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga einstaklinga sem eiga í viðskiptum við Tölvutek og tengiliða sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja í viðskiptum við Tölvutek . Í því felst að Tölvutek ákveður aðferðir og tilgang við vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina eða tengiliða fyrirtækja og ber jafnframt ábyrgð á meðferð og öryggi þeirra persónuupplýsinga.

 

Þessi samantekt nær hins vegar ekki til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við veitingu upplýsingatækniþjónustu til fyrirtækja þegar Tölvutek hefur stöðu vinnsluaðila en þá teljast viðskiptavinir ábyrgðaraðilar að vinnslu persónuupplýsinga. Þau fyrirtæki sem kaupa upplýsingatækniþjónustu af Tölvutek og gegna hlutverki ábyrgðaraðila bera ábyrgð á því að gerður sé vinnslusamningur við vinnsluaðila sem meðhöndla persónuupplýsingar fyrir þeirra hönd ásamt því að tryggja rétta meðferð og öryggi persónuupplýsinganna.

 

Þessari samantekt er ætlað að vera til viðbótar öðrum tilkynningum um persónuvernd sem Tölvutek kann að birta einstaklingum vegna sértækrar vinnslu í tengslum við einstaka þjónustur.

 

Tölvutek hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að fyrirtækið uppfylli skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlögum. Allar fyrirspurnir vegna persónuverndar skulu berast persónuverndarfulltrúa á netfangið daniel@tolvutek.is eða með pósti á:

 

Persónuverndarfulltrúi Tölvutek,
Mörkin 3,
108 Reykjavík.

 

Tölvutek endurskoðar þessa samantekt reglulega til að sjá til þess að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur og endurspegli þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað hjá félaginu á hverjum tíma.

 

Síðustu breytingar voru gerðar þann 6. Ágúst 2019.

 

Tölvutek er ábyrgðaraðili

Tölvutek er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina netverslunar. Í því felst að Tölvutek ber ábyrgð á meðferð og öryggi upplýsinganna.

 

Frekari upplýsingar um ábyrgðaraðila:

Tölvutek ehf., kt. 460700-3290

Mörkin 3, 108 Reykjavík

s. 563 6900

 

Tölvutek hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem tekur við fyrirspurnum á netfangið daniel@tolvutek.is

 

Söfnun persónuupplýsinga

Tölvutek kann að safna, nota, geyma eða flytja mismunandi flokka persónuupplýsinga. Dæmi um þá flokka eru:

 

 • Auðkennisupplýsingar
 • Samskiptaupplýsingar
 • Fjármálaupplýsingar
 • Upplýsingar um viðskiptasögu
 • Tæknilegar upplýsingar
 • Upplýsingar um notendahegðun
 • Upplýsingar um markaðssetningu

 

Við söfnun upplýsinga notast Tölvutek við mismunandi aðferðir sem gert er grein fyrir hér:
 

 Söfnun upplýsinga beint frá einstaklingi sjálfum
 

Tölvutek kann að safna auðkennis- , samskipta- og fjármálaupplýsingum beint frá einstaklingum þegar þeir fylla út samning, eiga viðskipti í verslun Tölvutek eða láta Tölvutek þær í té með öðrum hætti. Dæmi um hvenær Tölvutek kann að safna upplýsingum beint frá einstaklingi:

 

 • Þegar einstaklingur kaupir vöru eða þjónustu
 • Þegar einstaklingur býr til aðgang að netverslun
 • Þegar einstaklingur skráir sig á póstlista hjá Tölvutek
 • Þegar einstaklingur hringir inn á þjónustuborð Tölvutek
 • Þegar einstaklingur óskar eftir að haft verði samband við sig í gegnum tolvutek.is

 

Notkun persónuupplýsinga

Tölvutek mun aðeins nota persónuupplýsingar viðskiptavina netverslunar í tilgangi sem samrýmist þeim sem var upphaflega fyrir söfnun þeirra. Dæmi um slíkan tilgang er:

 

 • Til að hægt sé að skrá nýjan viðskiptavin
 • Til að afgreiða og senda pantanir til viðskiptavina
 • Vegna framkvæmdar á viðskiptasambandi við viðskiptavini
 • Til að bæta netverslun, vöru/þjónustu, markaðssetningu og viðskiptasamband
 • Til að bjóða viðskiptavinum vöru eða þjónustu sem gæti höfðað til þeirra

 

Tölvutek er dótturfélag Origo hf. og stefnu Origo í meðferð, vinnslu og eyðingu persónuupplýsinga, hægt er að sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga Origo og dótturfélaga hér:https://www.origo.is/um-origo/medferd-personuupplysinga/

Magnaður Mars

Skráðu þig í dag

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Virkir Dagar: 10:00 - 18:00 

Laugardagur: 11:00 - 16:00  

 

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011