Vöruflokkar

Oft er mikið um skammstafanir og ýmsa staðla þegar kemur að tölvum og tölvubúnaði, það getur verið erfitt að átta sig á þessu öllu og þessi síða er eimitt hugsuð til að útskýra á einfaldann hátt algengustu staðla/skammstafanir sem eru í gangi hverju sinni.

 

Hvað er þetta HDR ?

 
HDR er tækni sem er að finna í mörgum nýrri sjónvörpum og betri tölvuskjám en HDR stendur fyrir "High Dynamic Range" sem myndi þýðast sem "Sérlega hátt birtusvið" eða SHB á Íslensku;). 
HDR sameinar tvo stóra lykilkosti sjónvarpa og tölvuskjáa sem við þekkjum en það er hátt birtuútgildishlutfall(contrast ratio) og mikil litanæmni(color accuracy).
HDR tekur þessa tvo þætti og skilar þeim á skjáinn betur en nokkurn tímann hefur sést áður.  Svörtu litirnir verða svartari og einnig er aukin litadýpt á lituðum flötum.
Til að setja hlutina í samhengi miðað við eldri sjónvörp þá geta sjónvörp með HDR birt ljósa fleti í allt að 1,000 nits peak brightness á meðan að eldri tæki fyrir HDR voru gjarnan með aðeins 100 nits. 
Það þýðir tífalt betri geta til að birta ljós á stökum flötum.  Sjón er sögu ríkari.
 
HDR koma í nokkrum gerðum en þar tróna á toppi 
HDR10, Dolby Vision, HLG, HDR10+

 

Hvað er þetta aptX og hver er munurinn á aptX og aptX HD

aptX er hljóðþjöppunarstaðall sem er notaður í raftækjum til þess að senda og taka á móti hljóði þráðlaust með það að markmiði að halda gæðatapi í algjöru lágmarki.  Staðallinn er í eigu Qualcomm og staðallinn finnst í Android flaggskipum. 
Við þekkjum það með eldri þráðlausan búnað að gæðatap gat komið upp þegar tónlist var spiluð þráðlaus og voru það þá helst hæstu & lægstu tónarnir sem urðu fyrir þessu og tónlistin hljómaði "flatari" fyrir vikið. 
Til eru tvær gerðir af Aptx staðlinum.

 

  1. aptXaptX er Bluetooth staðallinn sem flytur 16-bit/44.1kHz hljóð með þjöppunarhlutfallinu 4:1 í 352kpbs.
  2. aptX HD (Kynnt til sögunnar í Janúar 2016) er Bluetooth staðallinn sem flytur 24-bit/48kHz hljóð með þjöppunarhlutfallinu 4:1 at 576kpbs

 

Til þess að notfæra sér þessa tækni þarf að nota vélbúnað sem styður aptX tæknina.  
Bæði afspilunartækið og það sem notað er til að hlusta með þarf að styðja aptX.  

Hægt er að sjá helstu tæki sem styðja staðalinn hér og hér á heimasíðu aptX.
aptX
 

aptX HD 
Sjá upplýsingar hér og hér 
 

Fyrir þá sem vilja lesa sér meira til um hljóðþjöppunarstaðla(codecs) fyrir þráðlaust hljóð geta skoðað þessa grein hér 

Páskafjör

Sæktu/Fáðu sent

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Virkir Dagar: 10:00 - 18:00 

Laugardagur: 11:00 - 16:00  

 

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011