Vöruflokkar

 

Tölvutek leggur mikla áherslu á vörugæði og góða þjónustu og einsetur sér því að vera í forystu á sölu á tölvubúnaði ásamt því að veita viðskiptavinum sínum afburðaþjónustu.

Stjórnendur fyrirtækisins skapa forsendur fyrir réttum gæðum framkvæmda og þjónustu með því að skilgreina hlutverk og stefnu fyrirtækisins, koma að gæðakerfi sem er í sífelldri endurskoðun og taka virkan þátt í starfsemi fyrirtækisins, hvatningu og þjálfun starfsmanna.


Virkt gæðakerfi leggur áherslu á að:

 

  • Veita viðskiptavinum góða og faglega þjónustu sem byggir á heilindum starfsmanna og gagnkvæmu trausti milli aðila. 


  • Veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi ásamt því að styðja frumkvæði þeirra. 


  • Kynna starfsmönnum siðareglur, öryggisstefnu og jafnréttisáætlun við ráðningu.


  • Viðhalda og efla fagþekkingu starfsmanna.


  • Fylgja lögum, reglugerðum og reglum sem lúta að rekstri Tölvutek, verslunar- og neytendalögum, lögum um persónuvernd, upplýsingalögum og öðrum lögum sem kunna að eiga við.


  • Fylgja umhverfisstefnu fyrirtækisins.

 

Þessi stefna er endurskoðuð reglulega til að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Tölvutek.

 

Daníel Helgason, rekstrarstjóri ber ábyrgð á gæðastefnu þessari og endurskoðar hana reglulega.

Páskafjör

Skráðu þig í dag

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Virkir Dagar: 10:00 - 18:00 

Laugardagur: 11:00 - 16:00  

 

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011