Vöruflokkar
- Borðtölvur
- Fartölvur
- Spjaldtölvur
- Leikjadeild
- SnjallsÃmar
- Snjallúr
- Hljóð
- Mynd
- Gagnageymslur
- TölvuÃhlutir
- Lyklaborð og mýs
- Dótabúðin
- Prentarar og skannar
- Netbúnaður
- Kaplar og tengi
- Rekstrarvörur
- Hugbúnaður
- FixLausnir
- Fatnaður
- Húsgögn
- Snjallheimili
- Drónar
- Vinnuvistvænt
- Þjónusta
Glæsilegt og öflugt fyrirtækjasvið Tölvuteks
Í stærstu tölvuverslun landsins Tölvutek Hallarmúla er öflugt fyrirtækjasvið með nýjar lausnir og búnað fyrir smærri og millistór fyrirtæki eins og örsmáar Brix vinnustöðvar frá GIGABYTE, glæsilega línu af öflugum og hagkvæmum prenturum frá Brother en þar eru nýjungar eins og Print 3.0 sem gefur alveg nýja vídd í prentun, fyrirtækjaskjáir frá BenQ með 3ja ára útskiptiábyrgð og stóraukið úrval af fartölvum, töskum, gagnaafritun, netbúnaði og hverju því sem fyrirtæki gæti vantað.
Sölumenn á fyrirtækjasviði sérhæfa sig í að finna lausn fyrir smærri og millistór fyrirtæki hvort sem er að finna rétta minnið eða græja upp tækjasalinn.
Við erum með allar þær hugbúnaðarlausnir sem fyrirtæki gæti vantað frá Microsoft en Tölvutek er með “Gold Certified Partner” vottun frá Microsoft.
Fyrirtækjalausnir í Undirhlíð 2, Akureyri
Á Akureyri er Tölvutek með stærstu tölvuverslun Norðurlands en þar er að finna nær allt okkar vöruúrval. Egill Örvar sinnir fyrirtækja-þjónustu Norðurlands ásamt öflugu teymi sölumanna. Á Akureyri er einnig starfrækt fullbúið verkstæði sem sinnir stórum verkum sem og litlum.