Vöruflokkar

Acer Advantage 3ja ára ábyrgð með slysavörn

 

Hægt er að kaupa Acer Advantage 3ja ára ábyrgð með slysavörn á allar Acer fartölvur og spjaldtölvur. Acer Advantage framlengir hefðbundna framleiðsluábyrgð í 3 ár óháð því hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða. Einnig fylgir slysavörn í 3 ár, þjónusta sem Acer býður sínum viðskiptavinum til að lágmarka kostnað við ófyrirséð vandamál sem geta komið upp utan hefðbundinnar ábyrgðar framleiðanda.

 

  • Þriggja ára ábyrgð með slysavörn á öllum íhlutum í Acer tölvubúnaðinum
  • Fyrir einstaklinga og fyrirtæki
  • Varahlutir eru sendir með hæsta forgangsflokki til að tryggja hámarksþjónustustig fyrir viðskiptavini
  • Slysavörn hefur breiðara gildissvið en hefðbundin neytendaábyrgð
  • Slysavörn felur í sér beina aðkomu framleiðanda þegar varahlutir í tölvu bila utan framleiðsluábyrgðar
  • Tölvutek framkvæmir viðgerð á tölvunni og framleiðandi útvegar varahluti með sama hætti og fyrir önnur ábyrgðarmál

 

  • Slysavörn virkjast ef:

- Vökvi hellist óvart yfir tölvu

- Tölva dettur úr allt að 1m hæð

- Tölva verður óvart fyrir léttvægu höggi

- Tölva verður óvænt fyrir óvenjulegum þrýstingi (t.d. í farangurshólfi)

- Eigin áhætta í slysavörn er kr. 6.990kr fyrir fartölvur og 3.990kr fyrir spjaldtölvur

  • Slysavörn á ekki við:

- Tilfelli önnur en þau sem eru tiltekin hér að ofan

- Neysluvöru sem eyðist samkvæmt eðli sínu eins og rafhlöður

- Hugbúnaðar bilanir, vírussmit, gögn eða hugbúnað

- Smárispur eða slit sem ekki hafa áhrif á notagildi vörunnar

- Bilanir sem orsakast útfrá því að tölvan var þjónustuð utan verkstæðis þjónustuaðila Acer

- Bruna, þjófnað, viljandi tjón eða bilun sem stafar af slæmu viðhaldi búnaðar

 

Acer slysavörn bætir upp fyrir ófyrirséðar bilanir eins og brot í skjá , brot í tengi og vökva sem komist hefur í snertingu við rafeindabúnað.  Hægt er að notfæra sér þjónustuna að hámarki eitt skipti á ári og greiðir viðskiptavinur þá fasta upphæð: 6.990 krónur fyrir fartölvu og 3.990 krónur fyrir spjaldtölvu, fyrir hverja notkun óháð því hvað lagfæra þarf í vélbúnaði tölvunnar. Slysavörnin gildir í 3 ár, Acer tölva með Acer slysavörn er einnig í 3 ára framleiðsluábyrgð. Komi til útskipta á heilli tölvu telst þjónustan að fullu nýtt.

Nýr bæklingur

Auglýsing Vikunnar

Aukakrónur

Viðgerðarbókanir

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Virka daga 10:00-18:00

 

Laugardaga 11:00-16:00  
   

Tölvutek Reykjavík - Hallarmúla 2 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek ehf | KT.500806-0950 | VSK númer 91425 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011